Samantekt um þingmál

Dómstólar

615. mál á 145. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að bæta dómskerfið með því að leggja grunn að nýrri dómstólaskipan með þriggja þrepa dómskerfi og nýjum málsmeðferðarreglum sem taki mið af hinni nýju skipan.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagður er grundvöllur að stofnun millidómstigs hér á landi þannig að dómstigin verði þrjú, þ.e. héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur. Sameiginleg stjórnsýsla allra þriggja dómstiga er færð undir nýja, sjálfstæða stjórnsýslustofnun, dómstólasýsluna, og stjórnsýsla dómstólanna þar með efld og sjálfstæði þeirra styrkt. Millidómstiginu er ætlað að koma til móts við alþjóðlegar kröfur um milliliðalausa sönnunarfærslu, létta álagi af Hæstarétti og tryggja að honum sé betur fært að sinna hlutverki sínu sem fordæmisgefandi dómstóll. 
Dómurum við Hæstarétt verður fækkað úr níu í sjö og fimm dómarar taka hverju sinni þátt í meðferð máls. Dómurum við héraðsdómstóla verður fjölgað úr 38 í 42.

Breytingar á lögum og tengd mál

Kostnaður og tekjur

Verði frumvarpið óbreytt að lögum er áætlað að útgjöld ríkissjóðs aukist um 506 milljónir króna á ársgrundvelli frá fjárlögum 2016.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með lagatæknilegum breytingum.

Aðrar upplýsingar

Löggjöf á Norðurlöndum.
 
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om rettens pleje  LBK nr 1255 af 16/11/2015

Noregur
Lov om domstolene (domstolloven). LOV-1915-08-13-5.

Svíþjóð
Rättegångsbalk ( 1942:740). 

Finnland
Rättegångs Balk 1.1.1734/4.


Síðast breytt 27.05.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.